Stök frétt

Boðað er til borgarafundar Álftanesskóla miðvikudaginn 21. október nk. kl. 19:30 þar sem kynnt verða áform um friðlýsingu Skerjafjarðar að því er tekur til sveitarfélagsins Álftaness. Margar spurningar kunna að vakna þegar slíkar áætlanir eru kynntar. Ætlunin að kynna hvers vegna þetta svæði varð fyrir valinu, hvað friðlýsing felur í sér og hvaða fyrirkomulag er lagt upp með varðandi svæðið.

Dagskrá

1.       Ávarp formanns umhverfisnefndar Álftaness

2.       Umhverfisstofnun - Friðlýsing Skerjafjarðar skv. náttúruverndaráætlun umfjöllun um meginatriði friðlýsingar

3.       Náttúrufræðistofnun - Fuglalíf

4.       Umhverfisstofnun - Drög að friðlýsingarskilmálum

5.       Fyrirspurnir og umræður

Allir velkomnir