Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka tímabundið gönguleið sem liggur frá neðra bílastæði að fossbrún Gullfoss. Aðstæður geta skapast á veturna sem kunna að vera hættulegar og er stígnum því lokað í öryggisskyni. Stígurinn verður lokaður til 31. mars. Skilti hafa verið sett upp á fjórum tungumálum til upplýsinga um að stígurinn sé lokaður vegna hættu. Eftir sem áður verður efra svæðið við útsýnispall opið.