Stök frétt

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst föstudaginn 30. október og stendur til sunnudagsins 6. desember. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu. Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum. Áfram er friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi. Rjúpnaskyttur eru sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti.

Kort af friðuðu svæði vegna rjúpnaveiða á Suðvesturlandi - stærri útgáfa