Stök frétt

Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa haft í nógu að snúast undanfarið í útgáfu veiðikorta og þjónustu þeim tengdum. Útgefin veiðikort á árinu nálgast nú 11.600 kort en hefur verið að meðaltali um 10.000 kort. Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna álíka fjölda en þá voru gefin út 12.664 kort. Hlutur kvenna í hópi veiðimanna fer ört vaxandi og hefur hlutfallið farið úr tæpum 2% árið 2000 í tæp 3% í ár.

Þrátt fyrir mikinn fjölda veiðikorta þá er vert að taka fram að áætlaður fjöldi virkra veiðimanna er um 6.000-7.000 manns. Þá hefur aðsókn að veiðikorta- og skotveiðinámskeiðum aldrei verið meiri og hafa tæplega 1.100 manns setið sitthvort námskeiðið.