Stök frétt

Chas Goemans

Chas Goemans, umsjónarmaður sjálfboðaliðastarfs Umhverfisstofnunar hefur hlotið Dave Donahue verðlaun BTCV samtakanna í Bretlandi. Dave Donahue verðlaunin eru veitt fyrir að starfa og lifa í anda hugsaðu hnattrænt, framkvæmdu heima fyrir. Sérstaklega er litið til framlags Chas til sjálfbærrar þróunar. Chas kom til Íslands sem sjálfboðaliði en hefur sest að hér og helgað sig náttúruvernd. Áhugi hans hefur hreyft við þúsundum annarra sjálfboðaliða sem hafa unnið ómetanlegt starf í þágu náttúru landsins.

Chas hefur umsjón með skipulagningu sjálfboðaliðastarfs Umhverfisstofnunar og tekur árlega á móti fjölda sjálfboðaliða sem leggja af mörkum mörg hundruð vikna vinnuframlag. Sjálfboðaliðastarf á Íslandi hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum og var síðastliðinn vetur valið í úrval slíkra starfa á heimsvísu af Sunday Times. Margir þeirra sjálfboðaliða sem koma til Íslands halda áfram að sinna náttúruvernd í heimalandi sínu.