Stök frétt

Af þeim 3.737 gildu umsóknum sem bárust um hreindýraveiðileyfi nú í ár voru 33 á svokölluðum fimm skipta lista sem kynntur var hér á síðunni fyrir skömmu. Af þeim 33 fengu 16 af þessum lista úthlutun í útdrættinum þannig að eftir standa 17 og verða þeir teknir fram fyrir biðlista. Hér að neðan er tafla sem sýnir hvernig fimm skipta umsóknir dreifðust á svæði, hvernig úthlutanir fóru og hversu margir fara fram fyrir á biðlista.

 

Svæði

Fimm skipta umsóknir

Úthlutað

Fram fyrir á biðlista

Kýr á svæði 2

3

0

3

Tarfur á svæði 2

3

1

2

Kýr á svæði 3

1

1

0

Kýr á svæði 5

4

4

0

Tarfur á svæði 5

3

1

2

Tarfur á svæði 6

4

0

4

Kýr á svæði 7

7

6

1

Tarfur á svæði 7

8

3

5

Þeir sem fengu úthlutað leyfi og hyggjast nýta það þurfa að greiða staðfestingargjald til að halda leyfinu. Staðfestingargjaldið er fjórðungur af leyfinu og fæst ekki endurgreitt. Staðfestingargjaldið þarf að greiða fyrir lok dags 31. mars. Hafi greiðsla staðfestingargjalds ekki borist á réttum tíma verður leyfinu úthlutað til næsta manns af fimm skipta lista eða biðlista eftir atvikum. Þeir sem ekki hyggjast nýta leyfi sitt eru beðnir að tilkynna það til Umhverfisstofnun sem fyrst til að liðka um fyrir endurúthlutun.