Stök frétt

Útdráttur hreindýraveiðileyfa fór fram á Egilsstöðum laugardaginn 20. febrúar. Alls bárust 3.737 gildar umsóknir um þau 1.272 dýr sem voru í boði þetta árið. Útdrátturinn var sendur út beint á veraldarvefnum. Um 2700 tölvur tengdust útdrættinum í beinni og auk þess höfðu um kvöldið um 2000 horft á upptöku.

Stór hluti þeirra sem sóttu um leyfi nýttu sér þjónustu stofnunarinnar í tengslum við útdráttinn. Umhverfisstofnun hefur heyrt af veiðifélögum sem hafi safnast saman til að fylgjast með þessu. Enn er hægt að sjá upptöku frá útdrættinum fyrir þá sem misstu af.