Stök frétt

Höfundur myndar: Kristinn Már Ársælsson

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps við Uxafótarlæk, Mýrdalshreppi. Samkvæmt tillögunni verður Mýrdalshreppi heimilt að urða allt að 80 tonn af byggingarúrgangi og seyru á ári en starfsleyfi verður gefið út til sextán ára.

Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og öðrum fylgiskjölum, mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, Vík, til 3. maí 2010. Einnig má nálgast gögnin hér að neðan. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingvarsson hjá Umhverfisstofnun í síma 591-2000.

Athugasemdir við umsókn eða tillögu skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. maí 2010.

Tillaga að starfsleyfi og fylgiskjöl