Stök frétt

Þjóðgarðurinn fékk góða heimsókn um 30 félaga úr Blindrafélaginu á Gestastofuna á fimmtudaginn s.l. með Jóni Hjartarsyni leiðsögumanni og leikara. Gestastofan var hönnuð með það í huga að eitthvað væri í boði fyrir öll skynfærin og allur texti hennar er aðgengilegur á blindraletri á íslensku og ensku. Hægt er að þreifa á alls kyns steinum, hrauni, ull, dúni, eggjum, beinagrindum, hvalskíðum og upphleyptu líkani af Snæfellsnesi, þefa, smakka og ganga á hrauni á skinnskóm svo eitthvað sé nefnt. Upphleypta líkanið af Snæfellsnesi vakti sérstaklega mikla lukku og skelltu nokkrir sér á topp Jökulsins!