Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt opinn kynningarfund í anddyri Borga við Norðurslóð, Akureyri, þann 21. júlí sl. þar sem kynnt var tillaga að nýju starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Starfsleyfið mun heimila Hringrás móttöku og meðhöndlun allt að 3900 tonna af úrgangi á ári, þ.e. spilliefnum, málmum og hjólbörðum, og mun verða gefið út til sextán ára.

Fyrir hönd Umhverfisstofnunar sóttu kynningarfundinn Guðmundur B. Ingvarsson og Gunnlaug Einarsdóttir.

Starfsleyfistillöguna og starfsleyfisumsókn má nálgast í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, og á vef Umhverfisstofnunar. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna er til 18. ágúst nk. en þær skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun.

Kynning Umhverfisstofnunar