Stök frétt

Nú stendur yfir evrópskt ár sjálfboðaliða og í tilefni þess höfum við skipulagt tvö alþjóðleg sjálfboðaliðaverkefni með vinum okkur hjá náttúruverndarsjóðnum BTCV í Bretlandi. Verkefnin eru fyrir 50 ára og eldri og styrkt af Evrópusambandinu (Grundtvig Lifelon learning programme). Fyrra verkefnið verður á suðvesturströnd Englands í júní og við erum að leita að þremur sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að taka þátt. Allar kostnaður er greiddur, flugið, ferðir innan Englands, gisting og matur á meðan verkefninu stendur. Sjálfboðaliðarnir verða að vera 50 ára eða eldri, í góðu formi, kunna ensku og hafa áhuga á náttúruvernd. Hver sem er getur sótt um og fólk getur sótt um saman, t.d. vinir og makar. Fyrri reynsla af sjálfboðaliðastörfum er kostur.

Um að ræða þriggja vikna verkefni  frá 9. Júní til 2. Júlí í Devon og Cornwall á Englandi. Sjálfboðaliðarnir frá Íslandi munu vinna með hópum frá BTCV við að þrífa strendur, vakta svæði og ýmsum fræðsluverkefnum. Hópurinn mun flytjast á milli staða og m.a. gista á sjálfsþjónustu bændabýli í Cownwall og sumarbýli í Devon innan Dartmoor þjóðgarðsins.

Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út umsóknareyðublaðið hér á vefnum fyrir 19. apríl næstkomandi.

Seinna verkefnið verður í Skotlandi í júlí og munum við kynna það bráðlega.

Nánari upplýsingar um verkefnið og sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar

Verkefnið er styrkt af Evrópusmbandinu í samstarfi við náttúverndarsjóðinn BTCV sem eru samstarfsaðilar okkar í Bretlandi. Sjálfboðaliðar frá BTCV hafa komið til Íslands og unnið að náttúruvernd á friðlýstum svæðum í yfir 30 ár. Sjálfboðaliðastarfi Umhverfisstofnunar var komið á fót árið 2003 með dyggri aðstoð BTVC. Árlega tekur Umhverfisstofnun á móti yfir 200 sjálfboðaliðum sem skila ómetanlegu starfi í náttúru landsins.

Í fyrra tókum við á móti þremur sjálfboðaliðum frá Englandi og Norður Írlandi sem voru hluti af sama verkefni og sjálfboðaliðarnir sem við auglýsum eftir munu taka þátt í. Sjálfboðaliðarnir frá Englandi og Norður Írlandi tóku þátt í verkefnum í Skaftafelli og Laka.

Sæktu um