Stök frétt

Nýlega var haldin fjölmenn ráðstefna um mengun á Íslandi þar sem yfir 100 manns tóku þátt. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti ráðstefnuna þar sem flutt voru 17 erindi og yfir tuttugu veggspjöld kynnt sem spönnuðu mörg fræðasvið. Ráðstefnan gaf glögga mynd af því mikla og fjölbreytta starfi sem unnið er að á þessu sviði víða í samfélaginu, innan háskólanna, stofnana ríkisins og sveitarfélaga og innan einkageirans. Gefið var út ráðstefnurit með ágripum fyrirlestra og veggspjalda.

Tengd skjöl

Ráðstefnurit - Mengun á Íslandi