Stök frétt

Þann 10. júní sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Íslenska gámafélagsins ehf. að Berghólabraut 5, Reykjanesbæ. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 18. mars - 18. maí 2011 en Umhverfisstofnun barst engin athugasemd. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Íslenska gámafélaginu heimilt að taka á móti allt að 5.000 tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, umhleðslu, pökkunar og geymslu, og gildir leyfið til næstu sextán ára.

Tengd skjöl