Stök frétt

Nokkuð hefur verið fjallað um hreindýrstarfa sem fastir hafa verið saman með vírhönk í hornum við Flatey á Mýrum. Nú hafa tarfarnir losnað í sundur þar sem annar þeirra hefur fellt hornin. Eftir stendur að hinn tarfurinn er með vírhönk fasta á hornunum. Áfram verður fylgst með tarfinum og á meðan vírinn særir ekki tarfinn eða hindrar hann í hreyfingum verður ekki gripið til aðgerða.

Samkvæmt áliti dýralæknis mun inngrip í núverandi aðstæður valda meira álagi og streitu en það ástand sem tarfurinn er í. Áfram verður fylgst með tarfinum og verður gripið til viðeigandi ráðstafana ef ástæða þykir til.