Stök frétt

Hráefni
1/2 kg. hreindýrahakk
eitthvað af sveppum ( ekki verra ef það eru lerkisveppir )
1/2 - 1 púrrulaukur
2-3 gulrætur
1 sellerístöngull
1 rauð paprika
mér finnst líka gott að hafa 1/2 rauðan pipar.
villibráðasoð ( svona slurkur )
1/2 lítri rjómi ( má vera matreiðslurjómi )
salt
pipar
2 rosmarinstilkar

Leiðbeiningar

  • Steikja kjötið og krydda
  • Steikja grænmeti
  • Setja allt saman í pott og sjóða bara.
  • Bragðbæta með gráðosti og 1 epli.