Stök frétt

Fyrir fjóra

Hráefni
800 gr hreindýraskanki, sagaður í hæfilega bita.
2 laukar, meðalstórir
75 gr gulrætur
75 gr sellerírót
2.5 dl rjómi
150 gr smjör
1.5 dl gin

Krydd
Salt, pipar, 3 lárviðarlauf, 4 einiber,
hvít og svört piparkorn, 3 msk blóðberg,
2 msk þriðja kryddið.

Matreiðsla
Allt grænmetið hreinsað og grófskorið. Smjörið brætt í potti og skankarnir brúnaðir. Kryddað vel með salti og pipar og grænmetinu bætt útí. Sett yfir til suðu, látið fljóta vel yfir skankana. Þegar suðan kemur upp er fleytt ofan af soðinu og afganginum af kryddinu bætt útí. Látið sjóða við vægan yfir skankana. Þegar suðan kemur upp er fleytt ofan af soðinu og afganginum af kryddinu bætt út í. Látið sjóða við vægan hita í 2 klst. Soðið síað og bakað upp með smjörbollu, þannig að villibráðarbragðið haldi sér. Soðið varlega í 6 mínútur. Bragðbætt með ofannefndu kryddi og gininu bætt útí (sumir vilja láta smá gráðost með, en mér finnst það yfirgnæfa hreindýrabragðið). Kjötið skorið af skönkunum í hæfilega strimla og borið fram í súpunni. Hálfþeyttum rjóma blandað í súpuna og að síðustu er hálfmuldum einiberjum sáldrað yfir.