Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Ísafjarðarbæjar í Engidal, Ísafjarðarbæ.  Samkvæmt henni verður heimilt að taka á móti allt að 3.000 tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, umhleðslu, pökkunar og geymslu. Gert er ráð fyrir að gildistími starfsleyfis verði til næstu sextán ára.  

Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, til 20. janúar 2012. Öll gögn eru jafnframt aðgengileg á vef Umhverfisstofnunar. 

Öllum er frjálst að gera athugasemdir við tillöguna en þær skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun. 

 



Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. janúar 2012.

 

Gögn

i. Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi

ii. Umsókn um starfsleyfi

iii. Áframsend starfsleyfisumsókn

iv. Viðbótarupplýsingar við umsókn og teikningar

v. Breyting á starfsleyfisumsókn 22. mars 2011

vi. Breyting á starfsleyfisumsókn 2. september 2011

vii. Deiliskipulag Engidalur