Stök frétt

Mús

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til ArcticLAS, Ltd. fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar mýs. Rekstraraðila er heimil notkun á erfðabreyttum músum til tilrauna í dýraaðstöðu ArcticLAS, undir eftirliti Héraðsdýralæknis Gullbringu- og Kjósarumdæmis, skv. reglurgerð nr. 279/2002 um dýratilraunir.

Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur lagði einróma til að leyfið yrði veitt, með þeim skilyrðum að meðferð úrgangs yrði betur skýrð og aðlagaður að ströngustu kröfum framleiðslulands músanna. Vinnueftirlitið skoðaði starfsaðstöðu og einangrunarráðstafanir og gerði ekki athugasemd við upplýsingar í umsókn ArcticLAS varðandi heilbrigðissjónarmið um að ekki stafi meiri hætta af erfðabreyttu músunum en öðrum músum.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerðar nr.276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, og er veitt til fjögurra ára.

Tengt efni