Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar mýs. Um er að ræða tilraunir á músum með stökkbreytta útgáfu Mitf gensins þar sem stökum amínósýrum hefur verið breytt, og rannsökuð áhrif á myndun sortuæxla. Rekstraraðila er heimil notkun á erfðabreyttum músum til tilrauna í dýraaðstöðu VRIII byggingar, undir eftirliti dýralækna við Tilraunastöð Háskólans í Meinafræði, Keldum, v/Vesturlandsveg, 112 Reykjavík, skv. reglugerð nr. 279/2002 um dýratilraunir. 

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur lagði einróma til að leyfið yrði veitt. Vinnueftirlitið skoðaði vinnuaðstöðuna í VRIII og gerði ekki athugasemd við vinnuaðstöðuna eða flokkun starfseminnar undir afmörkunarflokk II sbr. viðauka 2, reglugarðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera.

 Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996, reglugerðar nr.276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, og er veitt til tveggja ára.

Skjöl