Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Ísfélags Vestmannaeyja h.f. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Þórshöfn. Stofnunin hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 1.200 tonnum af mjöli og lýsi á sólarhring.

Tillagan mun liggja frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu Langanesbyggðar, Þórshöfn, á tímabilinu 3. apríl til 29. maí 2013. Tillöguna má einnig nálgast hér fyrir neðan.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 29. maí 2013.