Stök frétt

Við endurgreiðslu ríkisins til sveitarfélaga á hlutdeild ríkisins í verðlaunum fyrir unna minka skv. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum sbr. og 10. gr. reglugerðar nr. 437/1995, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 207/1997 um breytingu á reglugerð nr. 437/1995, skal árið 2013 miða við:

Fyrir minka:

Verðlaun fyrir unninn mink 3.000 kr. á dýr.

Tímakaup ráðinna veiðimanna 1.500 kr./klst.

Akstur 117 kr./km.

Endurgreiðsla ríkisins til sveitarfélaga vegna minkaveiða miðast að hámarki við 50% af kostnaði við minkaveiðar, skv. ofangreindum viðmiðunartaxta eftir því sem fjárveitingar á fjárlögum leyfa.

Sveitarfélög skulu fyrir 15. október 2013 senda Umhverfisstofnun umsókn um endurgreiðslur.