Stök frétt

Á næstu vikum kemur út ný reglugerð um snyrtivörur sem mun hafa í för með sér breytingar á skilyrðum til markaðssetningar snyrtivara. Reglugerðin byggir alfarið á reglugerð Evrópusambandsins nr. 1223/2009. Með reglugerðinni verður komið á nýrri útfærslu á tilkynningum um markaðssetningu snyrtivara í vefgátt á vegum ESB. Auknar kröfur verða gerðar um öflun gagna um öryggi snyrtivara og aðgengi eftirlitsaðila að þeim. Með þessum breytingunum er ætlunin að stuðla að öruggari snyrtivörum á markaði, auka rekjanleika þeirra og einfalda stjórnsýslu. Helstu atriðum reglugerðarinnar er lýst í sérstökum bæklingi um hana.

Af þessu tilefni var haldinn kynningarfundur í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24 þann 8. maí þar sem farið var yfir tilkynningarferlið.

Upptaka frá fundinum