Stök frétt

Norrænn vinnuhópur um verndun hafsins (HAV-hópurinn) auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna verkefna sem miða að því að bæta umhverfismál í hafi og á ströndum. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2013.

HAV-hópurinn, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, úthlutar árlega slíkum styrkjum. Sett er það skilyrði að a.m.k. þrjú norræn lönd taki þátt í verkefninu og að það gagnist Norðurlöndunum með augljósum hætti. Mikilvægt er að markmið verkefnisins sé í samræmi við forgangsmál HAV-hópsins, umhverfisáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og/eða dagskrá þess lands sem fer með formennsku í Norðurlandaráði hverju sinni.

Markmiðið fyrir 2014 er að byggja upp þekkingu á áhrifum súrnun sjávar á umhverfi og lífríki þess. Sömuleiðis að stuðla að verndun hafsins og sjálfbærri nýtingu. HAV-hópurinn leggur einnig áherslu á þverfagleg verkefni sem lýsa samspili loftslags, loftgæða, sjávar og lands á Norðurlöndunum sem og á Norðurpólnum. Er þá sóst eftir því að verkefnið sé einnig fjármagnað eftir öðrum leiðum en eingöngu með styrk HAV-hópsins. 

Þá vill HAV-hópurinn stuðla að aukinni þekkingu á hugtakinu „græna hagkerfið“ eða „grænn hagvöxtur“ í tengslum við málefni hafsins.

Verkefni sem ekki falla undir þessa forgangsröðum eru ólíkleg til að hljóta styrki frá HAV-hópnum. 

Umsóknir skal senda í gegn um rafræna umsóknargátt Norrænu ráðherranefndarinnar og til maritag@tinganes.fo

Nánari upplýsingar má finna í frétt Norrænu ráðherranefndarinnar.