Stök frétt

Birtingaréttur aðeins fyrir stækkun friðlandsins 2013
Fimmtudaginn 20. júní, barst umhverfis- og auðlindaráðuneytinu erindi frá Landsvirkjun þar sem fram komu athugasemdir við málsmeðferð vegna undirbúnings friðlýsingar á stækkuðu friðlandi Þjórsárvera. Í erindi Landsvirkjunar komu fram athugasemdir sem ekki hafa komið fram áður. Stofnunin mun fjalla faglega um erindið og senda umhverfis- og auðlindaráðuneyti umsögn vegna þess fyrir 2. júlí næstkomandi skv. beiðni ráðuneytisins.

Sjá nánari upplýsingar í frétt vegna frestunar á fyrirhugaðri friðlýsingu.