Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun hefur að ósk rekstraraðila breytt starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. í Fáskrúðsfirði þannig að leyfið veitir nú heimild til eldis á regnbogasilungi í stað þorsks. Tillaga um breytinguna var auglýst á tímabilinu 29. apríl til 29. júní s.l. og frestur til að gera athugasemdir var til 29. júní. Engin athugasemd barst til Umhverfisstofnunar á auglýsingatímanum. Starfsleyfið gildir til 1. júlí 2017 eins og áður.