Stök frétt

Höfundur myndar: Gísli Jónsson

Umhverfisstofnun hefur með samþykki HB Granda hf. tekið um það ákvörðun að framlengja áður auglýstan athugasemdafrest vegna tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölverksmiðjuna á Akranesi. Þessi framlenging á frestinum er til komin vegna óskar þar um frá Akraneskaupstað og vegna athugasemda frá bæjarbúum.

Nýr frestur til að skila inn athugasemdum um tillöguna er til 16. september næstkomandi.