Stök frétt

Efnalöggjöfin hefur breyst mikið innan Evrópu undanfarin ár og er enn að breytast. Auknar kröfur eru gerðar til iðnaðarins um að tryggja öryggi sinnar framleiðslu og skulu upplýsingar um efnavörur flæða upp og niður aðfangakeðjuna til að stuðla að öruggri notkun. Þessum kröfum fylgir aukin upplýsingaskylda þeirra sem markaðssetja efni, efnablöndur og hluti sem innihalda efni.

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu, boðar til kynningarfundar þar sem fjallað verður um skyldur þeirra sem markaðssetja efni, efnablöndur og hluti sem innihalda efni. Sérstakur gestafyrirlesari er Maria O‘Shea sem starfar hjá Efnastofnun Evrópu.

Á fundinum verður m.a. fjallað um upplýsingaskyldu í aðfangakeðju, t.d. merkingar, öryggisblöð og skráningar- og tilkynningaskyldu. Fjallað verður sérstaklega um efni í hlutum og þær kröfur sem þar eru gerðar. Einnig verður fjallað stuttlega um nýja efnalöggjöf á Íslandi og áhrif hennar. Lögð verður áhersla á góð ráð til að uppfylla settar reglur.

Fundurinn verður haldin að Borgartúni 35, 6. hæð, 5. september, kl. 9:00-11:30.

Fundarstjóri er Lárus Ólafsson, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á heimasíðu Samtaka iðnaðarins.

Dagskrá

  • Veistu hvað þú ert með í höndunum? - Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins
  • Ný efnalög og skyldur þeirra sem markaðssetja efni, efnablöndur og hluti sem innihalda efni - Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, Umhverfisstofnun
  • Implementing REACH - safer chemicals in Europe - Maria O‘Shea, Efnastofnun Evrópu.