Stök frétt

Þann 25. júní síðastliðinn hélt Efnastofnun Evrópu (ECHA) sinn fyrsta upplýsingafund um sæfivörur fyrir  hagsmunaaðila (The Biocides Stakeholder‘s Day). Sæfivörur eru vörur sem innihalda eða mynda eitt eða fleiri virk efni og er ætlað að eyða skaðlegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar og koma í veg fyrir áhrif þeirra. Sæfivörum er skipt í fjóra aðalflokka:

  • sótthreinsandi efni
  • rotvarnarefni
  • útrýmingarefni
  • önnur efni

Regluverkið sem fylgir þessum vörum er umfangsmikið og því var boðað til þessa upplýsingafundar. Þar komu saman hinir fjölmörgu hagsmunaðilar, s.s.  framleiðendur sæfivara, innflytjendur og fleiri. Fjölmörgum  spurningum var svarað um nýju evrópsku reglugerðina um sæfivörur sem innleidd verður á Íslandi nú í haust. Sérfræðingar frá Efnastofnuninni, aðildaríkjunum og framkvæmdastjórninni héldu stutta fyrirlestra og sátu svo fyrir svörum. Spurningar fjölluðu t.d. um upplýsingagjöf til iðnaðarins varðandi nýju reglugerðina, skyldur og tækifæri fyrir eftirnotendur, einfaldaða málsmeðferð við leyfisveitingar á vörum og stöðu á áhættumati virkra efna í sæfivörum.  Einnig voru áhyggjur vegna stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja ítrekaðar við pallborðið. Þá var einnig var farið nánar út í tæknimál, s.s. R4BP og þjónustuborð (e. helpdesk).  Fundurinn var tekinn upp og hægt er að horfa á upptöku frá honum á vefnum.


Tengt efni