Stök frétt

Útsteymi PAH hefur dregist saman frá 2008 en sé litið til þróunarinnar frá 1990 hefur það aukist um 56% á ársgrundvelli. 

Árið 1990 var losað um 40 kg af PAH á Íslandi en losunin er talin um 62 kg árið 2011. Mestu munar þar um aukningu vegna iðnaðarferla þar sem losunin var um 11 kg árið 1990 en rúmlega 30 kg árið 2011, eða 184% aukning. Losun frá samgöngum jókst einnig á tímabilinu, um 73%, úr um 7 kg í tæp 12 kg. Losun frá eldsvoðum hefur lítið breyst en um 12 kg (um 19%) af heildarlosuninni má rekja til þeirra. Losun frá fiskiskipum hefur dregist saman um 24% á tímabilinu og telur um 10% af heildarlosuninni eða um 6 kg. Aðrir þættir vega minna.

Samdráttur í losun frá 2008 skýrist helst af færri eldsvoðum (sérstaklega færri bílabrunum miðað við 2008), en einnig minni losun frá byggingarstarfsemi og vegasamgöngum.

Um helming losunarinnar má rekja til iðnaðarferla og vegur málmframleiðsla, s.s. ál og járnblendi, þyngst. Aukning í slíkri framleiðslu á tímabilinu er helsta orsök aukningarinnar á losun PAH. Sama má segja um aukna losun frá bifreiðum þar sem bílafloti landsins hefur stækkað um 143% frá 1990. Hlutfallsleg fjölgun dísilbíla hefur þar einnig nokkur áhrif en þeir losa hlutfallslega meira PAH. 

Losun vegna eldsvoða hefur verið nokkuð stöðug á tímabilinu en losunin var þó nokkuð meiri árið 2008 en í meðalári. Talsvert fleiri bílabrunar voru það árið og er talið að kveikt hafi verið í mörgum þeirra. 

 

Ár Samgöngur Fiskveiðar Iðnaður Sorpbrennsla
(án orkunýtingar)
Brennur Eldsvoðar Önnur losun Samtals
1990 6.8 8.3 10.7  0.3  0.04  11.4  2.4  40.0 
1991 7.0 8.6  8.9  0.3  0.04  11.4  2.3  38.5 
1992 7.1 9.4  9.5  0.3  0.04  11.4  2.2  40.0 
1993 7.2 9.8  11.5  0.2  0.04  11.6  2.4  42.7 
1994 7.2 9.6  11.4  0.2  0.04  11.8 2.4 42.7
1995 6.8 9.8  12.2  0.2  0.04  12.0 3.1  44.0 
1996 6.3 10.5  12.4  0.2  0.04  12.1  3.0  44.4 
1997 6.8 10.2  12.6  0.2  0.04  12.2  3.6  45.6 
1998 6.7 9.9  12.3  0.2  0.03  12.3  3.6  44.9 
1999 7.1 9.7  14.6  0.1 0.03  12.5  3.9  47.9 
2000 7.4 9.1  19.9  0.1  0.04  12.6  4.0  53.1 
2001 7.6  8.1  20.9  0.1  0.03  12.6  3.9  53.3
2002 7.7 8.9  22.1  0.1  0.03  12.6  3.7  55.1 
2003 9.7 8.5  22.2  0.0  0.03  11.3  3.4  55.1 
2004 10.5 8.1  22.2  0.1  0.03  9.1  4.1  54.1 
2005 10.6 7.9  21.1  0.1  0.02 14.2  4.4  58.4 
2006 13.4 7.0 21.9 0.1 0.02  12.1 4.0 58.4
2007 14.3 7.2 25.1  0.1
 0.02
14.3 4.1 65.8
2008 13.1 6.6 28.7  0.1
 0.02
20.5 3.8 72.1
2009 12.9 7.6 29.6  0.1
 0.02
15.3 2.7 68.2
2010 12.1 6.8 30.2  0.1
 0.02
11.9 2.2 63.4
2011 11.8 6.3 30.4  0.1
 0.02
11.8 1.8 62.3
Breyting
1990-2011
 73% -24% 184% -67% -60% 4% -25% 56%

Um PAH

Skammstöfunin PAH stendur fyrir „Polycyclic aromatic hydrocarbons” eða „Fjölhringa arómatísk kolvetni“. PAH-efni myndast í tengslum við ýmiss konar iðnaðarferli og ófullkominn bruna en ef þau berast í lífverur geta þau valdið krabbameini og ýmsum öðrum neikvæðum áhrifum.

Tengt efni