Stök frétt

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær tillögu að tilskipun um breytingu á tilskipun 2003/87/EB. Tillagan myndi breyta flughluta viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir þannig að einungis losun sem fellur frá flugi sem á sér stað innan loftrýmis EES falli undir tilskipunina. Breytingin myndi gilda frá 1. Janúar 2014 og þar til að markaðstengt fyrirkomulag (market- based mechanism- MBM) mun hefjast í alþjóðlegri losun árið 2020, eins og áætlað er af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO). 

Lykilatriði endurskoðaðs ETS kerfis vegna þessarar tillögu væru sem hér segir:

  • Allur útblástur frá flugi milli flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu (EES, sem nær til 28 aðildarlanda ESB auk Noregs og Íslands) myndi halda áfram að falla undir tilskipunina. 
  • Frá 2014-2020 myndi flug frá löndum utan EES njóta góðs af almennri undanþágu fyrir þá losun sem myndi eiga sér stað fyrir utan lofthelgi EES. Aðeins losun frá hluta þess flugs sem ætti sér stað innan lofthelgi EES félli undir tilskipunina. 
  • Til að koma til móts við sérstakar aðstæður þróunarlanda, myndi flug til og frá þriðju löndum sem að ekki teljast sem þróuð lönd og sem gefa frá sér minna en 1% af alþjóðlegri losun flugs njóta góðs af fullri undanþágu. 

Tillagan, ásamt algengum spurningum