Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Olíudreifingar ehf. um nýtt starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð í Neskaupstað, Naustahvammi 53 og 57. Stofnunin hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemina. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að taka á móti og geyma olíu til afgreiðslu, í Naustahvammi 53 allt að 4000 m3 í stærsta geymi og í Naustahvammi 57 allt að 2130 m3 í stærsta geymi. 

Tillagan mun liggja frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu Fjarðarbyggðar, Hafnarbraut 2, á tímabilinu 31. október til 26. desember 2013. Tillöguna og fylgigögn má einnig nálgast hér fyrir neðan. 

Ekki er áformað að boða til almenns kynningarfundar um tillöguna á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað. 

Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík). 

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 26. desember 2013.

Tengd gögn