Stök frétt

Drög að hreindýraarði fyrir ágangsvæði og jarðir hafa verið send viðeigandi sveitarfélögum. Drögin liggja frammi til skoðunar á skrifstofum sveitarfélaganna í tvær vikur frá 5. desember til 18. desember 2013. Ekki er heimilt að ljósrita skrána en hlutaðeigandi er velkomið að skrifa upp þær upplýsingar sem þarf til að gera athugasemdir. 

Athugasemdir skulu berast skrifstofu Umhverfisstofnunar, Tjarnarbraut 39, pósthólfi 174, 700 Egilstöðum, í síðasta lagi 18. desember.