Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Alþjóðlegur dagur vatnsins er 22. mars.

Þema hans er „Betra vatn, betri störf“. Næstum öll störf eru háð vatni á einn eða annan hátt. Ef grannt er skoðað eru störf tengd vatni ótrúlega mörg og þar sem Íslendingar eru matvælaþjóð er ljóst að mjög mörg störf eru háð því að ástand vatnsins sé framúrskarandi gott.

Alþjóðadegi vatnsins var komið á í kjölfar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem haldin var í Rio árið 1992. Þema hvers árs er ákveðið af þeirri deild Sameinuðu þjóðana sem vinnur að málefnum vatnsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna um dag vatnsins.

Vatn kemur talvert við sögu í mörgum af sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. T.d. gengur markmið 6 út á hreint og heilnæmt vatn.

Bent er á vefsíðu Íslensku vatnafræðinefndarinnar og síðunnar www.vatn.is en þar eru ýmsar upplýsingar um vatn og málefni tengd vatni og stjórn vatnamála.