Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun stendur fyrir ráðstefnu í tengslum við úthlutanir úr veiðikortasjóði þann 15.apríl 2016. Ráðstefnan ber heitið „Sjálfbærni veiðistofna 2016“. Dagskráin er mjög vegleg þar sem fjallað verður um stöðu helstu veiðitegunda á víðum grundvelli.  Ráðstefnan er opin öllum og ætti engin sem hefur áhuga á veiðum að láta hana framhjá sér fara.  Mikilvægt er að þeir sem hyggjast mæta skrái sig hér að neðan.

Veiðikortasjóður hefur undanfarin ár fjármagnað að nokkru leiti rannsóknir á vöktun veiðistofna þar sem leitað er upplýsinga um ástand og áhrifaþætti á stofnstærð þeirra. Á ráðstefnunni verður farið yfir rannsóknaniðurstöður umfangsmestu verkefnanna. Í flestum tilfellum er um samstarfsverkefni að ræða milli stofnana. Lokaerindið, sjálfbærni fuglaveiða á Íslandi, kemur frá sérstakri nefnd sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um forgangsröðun rannsókna fjármögnuðum af Veiðikortasjóði.

DAGSKRÁ RÁÐSTEFNUNAR

 • 13:00 Setning ráðstefnu: Kristín Linda Árnadóttir, Umhverfisstofnun.
 • 13:10 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Jón Geir Pétursson – Veiðikort, stuðningur við sjálfbærar veiðar.
 • 13:20 Háskóli Íslands: Gunnar Hallgrímsson - Heilbrigði veiðitegunda.
 • 13:45 Náttúrufræðistofnun Íslands: Ólafur K. Nielsen – Stofnbreytingar rjúpunnar.
 • 14:10 Náttúrufræðistofnun Íslands: Guðmundur A. Guðmundsson - Stofnþróun íslenskra bjargfugla.
 • 14:35 Náttúrustofa Norðausturlands: Jannie Fries Linnebjerg - Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Erindið verður flutt á ensku.
 • 15:00 Kaffihlé
 • 15:20 Náttúrustofa Suðurlands: Erpur Snær Hansen – Stofnvöktun lunda á Íslandi.
 • 15:45 VERKÍS: Arnór Þórir Sigfússon - Langtíma vöktun á varpárangri veiðistofna gæsa og anda með aldurgreiningu á afla.
 • 16:10 Kristinn Haukur Skarphéðinsson - Sjálfbærni fuglaveiða á Íslandi. Höfundar erindis: Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Erpur Snær Hansen, Róbert A. Stefánsson, Þorkell Lindberg Þórarinsson og Ólafur Karl Nielsen.
 • 16:20 Fyrirspurnir og umræður
 • 16:50 Samantekt ráðstefnu: Arne Sólmundsson
 • 17:00 Ráðstefnulok

Ráðstefnustjóri er Gunnlaug H. Einarsdóttir, Umhverfisstofnun