Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Grænt samfélag, grænir ferðamannastaðir  

Ársfundur Umhverfisstofnunar fer fram á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 29. apríl frá klukkan 9:00 til 11:00. Húsið opnar klukkan 8.30 og verður boðið upp á morgunverðarhlaðborð.

Bein útsending verður frá fundinum á umhverfisstofnun.is.

Við beinum kastljósinu að því hvaða áskoranir við þurfum að takast á við til að geta búið í grænu samfélagi til framtíðar. Við bjóðum fólk velkomið til landsins og viljum lágmarka umhverfisáhrif þeirra og við veltum upp spurningunni hvað eru grænir ferðamannastaðir?

Til að sporna gegn matarsóun eru gestir vinsamlega beðnir að skrá sig á á slóðinni umhverfisstofnun.is/skraning

DAGSKRÁ FUNDARINS

  • Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Ávarp Kristínar Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar

HVERNIG SKÖPUM VIÐ GRÆNNA SAMFÉLAG?

  • Sérstakur gestur fundarins er Hans Bruyninckx forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu sem fjallar um hvað felst í grænu samfélagi með áherslu á hringrásarhagkerfið
  • Rakel Garðarsdóttir frá Vakandi fjallar um hvernig hver og einn getur haft græn áhrif á samfélagið
  • Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri ræðir um græna ferðamannastaði
  • Einar Torfi Finnsson frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum gefur okkur sýn ferðaþjónustufyrirtækis á græna ferðamannastaði

HVAÐ GERIR UMHVERFISSTOFNUN Í MÁLUNUM?

  • Starfsmenn Umhverfisstofnunar kynna starf stofnunarinnar sem snertir þema fundarins.

Fundarstjóri er Guðfinnur Sigurvinsson

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Það er vor í Reykjavík. Njótum þess. Skiljum bílinn eftir heima. Göngum. Hjólum. Stökkvum í strætó.

Ársfundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík sem er Svansvottað hótel Svansvott un Norræna umhverfi smerkisins tryggir að hæstu gæðakröfur hvað varðar umhverfis- og heilbrigðismál séu uppfylltar.

Tengd skjöl