Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Ný gögn um matarsóun í Evrópu sýna að hver Evrópubúi hendi að meðallagi um 173 kg af mat á ári sem er mun meira en áætlað var. Samanlagt er um 88 milljónum tonna af mat hent árlega að andvirði um 143 milljarða evra. Þetta þýðir að um 20% af þeim mat sem er framleiddur innan Evrópu endar í ruslinu. Stærstu úrgangshafarnir eru heimilin sem sóa um 47 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þessar niðurstöður og meira um matarsóun í Evrópu má lesa í þessari skýrslu

Rannsóknin sýnir einnig að einungis fjórðungur landa innan Evrópusambandsins hafa áreiðanleg gögn um matarsóun og magn matarúrgangs í sínu landi. Því er nauðsynlegt að auka verulega gagnsöfnun um matarsóun eins og rannsókn Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi mun gera. Auk þess er markmið þessa verkefnis að staðla gagnasöfnun tengd matarsóun og því finnast ýmsar leiðbeiningar um hvernig ber að haga sér við þvílíka gagnasöfnun í skýrslunni. Þessi gögn voru unnin sem hluti af FUSIONS verkefninu (Food Use for Social Innovation by Optimizing Waste Prevention Strategies) sem er samstarfsverkefni styrkt af Evrópusambandi með það að markmiði að sporna gegn matarsóun. Verkefnið er samstarfsverkefni 21 aðila í 13 mismunandi löndum innan Evrópu og fellur undir 7. rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og nýsköpun. Nú þegar hafa yfir 200 evrópsk samtök lýst yfir stuðningi sínum á þessu verkefni og aðgerðum gegn matarsóun.