Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Jón Björnsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Jón er með BSc próf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur starfað við landvörslu í Hornstrandarfriðlandinu frá árinu 2000 og sem sérfræðingur Hornstrandarfriðlandsins 2008-2015. Undanfarið rúmt ár hefur hann unnið sem sérfræðingur á Suðurlandi og Friðlandi að Fjallabaki og mun gera þar til hann tekur við starfi þjóðgarðsvarðar í sumar.