Stök frétt

Starfstöðvar Umhverfisstofnunar urðu plastpokalausar í byrjun árs 2016. Þannig hefur notkun einnota plastpoka verið hætt og þess í stað eru notaðir maíspokar og fjölnota burðapokar eða aðrar lausnir. Í starfi sem tengist umsjón og rekstri friðlýstra svæða og þjóðgarða og í verkefnum á borð við sjálfboðaliðastarf og hreinsun stranda er unnið að því að útrýma notkun einnota plastpoka og nota þess í stað fjölnota burðarpoka, sekki, dalla, umbúðir, töskur og annað í þeim dúr.