Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Framkvæmdir eru framundan við gerð stiga milli efra og neðra útsýnissvæðis á Gullfossi. Eftir þær verður stiginn meira en tvisvar sinnum breiðari en gamli stiginn og gerður úr stáli og lerki. 

Næsta mánudag og þriðjudag, þ.e. 9. og 10. maí, við upphaf framkvæmda verður alfarið lokað milli svæðanna.  Framkvæmdatíminn stendur frá maí fram í september með tilheyrandi raski. 

Á meðan ástandið varir biður Umhverfisstofnun alla gesti svæðisins að sýna vinsamlegast varkárni og þolinmæði.

Smellið á mynd til að sjá hana stærri:
Kort af framkvæmdasvæði