Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um markaðssetningu endurnýtts úrgangs þann 2. júní nk.  Áður en endurnýttur úrgangur er markaðssettur sem vara ber að sækja um ráðgefandi álit Umhverfisstofnunar á því hvort úrgangurinn hætti að vera úrgangur og á fundinum verður fjallað um þá reglugerð sem býr þar að baki og um umsóknarferlið sjálft.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 2. júní, kl. 14–15, í starfsstöð Umhverfisstofnunar í Reykjavík, að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Jafnframt verður hægt að fylgjast með vefútsendingu af fundinum og taka þátt í gegnum síma/fjarfund.

Dagskrá fundarins:

-          Reglugerð um endurnýtingu úrgangs – Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur

-          Umsóknir um ráðgefandi álit – Ingunn Gunnarsdóttir, sérfræðingur

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á ust@ust.is fyrir lok dags 31. maí og látið koma fram hvort ætlunin er að sitja fundinn sjálfan eða taka þátt í gegnum síma/fjarfund.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Gunnarsdóttir.