Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Undanfarið hafa fulltrúar Hrunamannahrepps, Kerlingarfjallavina, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Umhverfisstofnunar unnið að undirbúningi friðlýsingar í Kerlingarfjöllum. Tillagan er hér með auglýst til umsagnar.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda jarðminjar, landslag, óbyggðir og ásýnd svæðisins. Lagt er til að verndunin nái til fágætra jarðmyndana, megineldstöðvar, landslagsheilda, lífríkis og menningarminja. Með vernduninni skal tryggt að ekki sé gengið á auðlindir svæðisins og nýting spilli ekki jarðminjum, landslagi og ásýnd þess.

Með friðlýsingunni er stuðlað að því að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi í allri nýtingu, stjórnun, framtíðarskipulagningu og rekstri innan svæðisins. Friðlýsingunni er jafnframt ætlað að efla Kerlingarfjöll sem útivistarsvæði og stuðla að góðri umgegni og bættu aðgengi að svæðinu. 

Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til fimmtudagsins 9. júní 2016. Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum í gegnum vefinn eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Vésteinsdóttir, hildurv@umhverfisstofnun.is, eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl