Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar eru þessa dagana í þjálfun við að verða liðstjórar og í gerð og viðhaldi á göngustígum við Svartafoss í Skaftafelli.

Sjálfboðaliðar Umverfisstofnunar vinna á friðlýstum svæðum og þau aðstoða landverði Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs, og einnig aðila sem hafa umsjón á friðlýstum svæðum. Sjálfboðaliðarnir eru við störf í allt að 11 vikur frá júní til ágúst, ár hvert.  Þau eru sérhæfð í ýmsum verkefnum sem snúa aðallega að stígagerð en einnig að endurheimt landslags, votlendis og líffræðilegri fjölbreytni.

Myndirnar tók Roger Whysall, einn af sjálfboðaliðunum.