Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Bjarki Sigursveinsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, og bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar, Eiríkur Björn Björgvinsson, munu í dag, 6. júní 2016, staðfesta friðlýsingu fólkvangs í Glerárdal ofan Akureyrar.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjalllendi til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess land sem er að mestu ósnortið með fjölbreyttum jarðmyndunum og gróðurfari og er þannig stuðlað að því að varðveita  líffræðilega fjölbreytni og breytilegar jarðmyndanir.

Umhverfisstofnun og Akureyrarbær hafa unnið að undirbúningi friðlýsingarinnar, en tillaga að friðlýsingu var fyrst samþykkt á opnum hátíðarfundi bæjarstjórnar Akureyrar á 150 ára afmælisdegi Akureyrar.

Þegar friðlýsing fólkvangs í Glerárdal hefur verið staðfest verða friðlýst svæði á Íslandi 114 talsins og flatarmál þeirra samtals 20.852 km2.