Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Nú hefur grænt bókhald fyrirtækja sem eru með starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun fyrir árið 2015 verið birt á vef stofnunarinnar. Alls hafa 43 fyrirtæki skilað inn grænu bókhaldi í ár og einhverjir eiga enn eftir að bætast við.

Einnig hefur útsteymisbókhald nú verið birt á síðum rekstraraðila hjá stofnuninni en hefur það ekki verið birt áður. Alls eiga 59 fyrirtæki að skila inn útsteymisbókhaldi fyrir árið 2015 og hafa 35 fyrirtæki skilað sínu. 

Skiladagur fyrir grænt bókhald og útstreymisbókhald var 1. maí sl. og á næstu dögum verður send út tilkynning til þeirra sem enn eiga eftir að skila og þeir hvattir til að skila sem allra fyrst.