Stök frétt

Starfshópur um friðland að Fjallabaki hefur hefur skilað  skýrslu sinni  en hópnum var ætlað að fjalla um og gera tillögur til ráðherra um málefni friðlands að Fjallabaki og hugsanlegar stækkunar þess.

Starfshópurinn segir í skýrslunni að hann telji brýnt að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til að styrkja verulega innviði friðlandsins. Þannig telur hópurinn að unnt sé að skapa skilyrði til stækkunar svæðisins og leggur hópurinn til að þegar verði skipaður starfshópur til að vinna áfram með verkefnið.  

Starfshópurinn telur brýnt að stjórnun og starfsemi verði efld, þ.m.t. landvarsla, eftirlit, þjónusta og skipulag. Landvarsla verði aukin og aðstaða til landvörslu bætt. Eftirlit með nýtingu svæðisins verði einnig bætt, svo sem með aukinni vöktun og mælingum. Samskipti og samvinna við nærsamfélag, hagsmunaðila og sveitarfélög styrkt og lokið verði við skipulagsvinnu ásamt stjórnunar- og verndaráætlun.

Þá leggur hópurinn til að innviðir verði bættir með því að viðgerðum og merkingum á gönguleiðum verði lokið, móttaka gesta og fræðsla efld, akstursleiðir bættar og bílastæðum og áningarstöðum fjölgað.

Tengd skjöl