Stök frétt

Nú hefur verið gefin út samantektarskýrsla á stöðu þrifa í leik- og grunnskólum á Íslandi, en verkefnið er samstarfsverkefni Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna (HES) og Umhverfisstofnunar (UST). Samtals voru 140 leik- og grunnskólar skoðaðir og sýndu niðurstöðurnar að skólarnir fylgdu að mestu starfsleyfisskilyrðum varðandi þrif.

Niðurstöðurnar sýna meðal annars að yfir 80% skólanna eru með virkar hreinlætisáætlanir og um 90% skólanna eru með sérstaka skriflega hreinlætisáætlun fyrir eldhúsin. Nær allir skólarnir notuðu umhverfisvænar vörur. Mikill meirihluti skólanna í úrtakinu létu fara fram alþrif á húsnæðinu. Ábyrgð á framkvæmd alþrifa var í langflestum tilvikum í höndum skólastjórnenda. Þegar kannaðar voru daglegar ræstingar kom í ljós að um helmingur skólastofa voru þurrmoppaðar og blautskúraðar á hverjum degi. Gangar skólanna voru þurrmoppaðir og blautskúraðir daglega í um 60% tilfella. Salerni og alrými voru blautskúruð nánast daglega í öllum skólum. Ræstivörur voru geymdar í læstri geymslu í nær öllum skólum úrtaksins.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna