Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur sent tillögur sínar um fyrirkomulag rjúpnaveiða í samræmi við lög nr. 64/1994 til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Tillögurnar eru unnar með stofnmat Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) til hliðsjónar en samkvæmt því er metinn varpstofn 131.563 fuglar og metinn veiðistofn 453.716 fuglar. Í ljósi þess er veiðþol rjúpu árið 2016 metið 40.000 fuglar.

Tillögur Umhverfisstofnunar gera ráð fyrir 18 veiðidögum, sex þriggja daga helgum, og gilda ótímabundið. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að sett verði sjálfbærniviðmið í þessu tilviki að metinn varpstofn fari ekki undir 90.000 fugla. Ef stofninn verði hins vegar metinn undir þeim mörkum þá verði fyrirkomulagið endurskoðað og veiðar hugsanlega bannaðar þangað til varpstofninn er metinn 100.000 fuglar eða stærri. Fyrirkomulagið sem lagt er fram og unnið í samráði við SKOTVÍS, Fuglavernd og NÍ er ný nálgun til bættrar veiðistjórnunar og í raun mun varfærnara en tillögur sem lagðar hafa verið fram hingað til.

Rök fyrir tillögum stofnunarinnar má finna hér í skjali ásamt athugasemdum NÍ.