Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja en eldra starfsleyfi var útrunnið. Veitt hefur verið leyfi til móttöku á allt að 25.000 tonnum af úrgangi á ári og brennslu á allt að 1,7 tonnum á klukkustund af brennanlegum úrgangi.

Starfsleyfistillagan var auglýst á tímabilinu 13. júní til 8. ágúst 2016. Tillagan lá frammi á skrifstofu Reykjanesbæjar á tímabilinu og var einnig aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar umsækjanda, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Brunavarna Suðurnesja bs. Engar umsagnir bárust á auglýsingatímanum. Eftir að auglýsingatíma lauk óskaði umsækjandi eftir fundi með Umhverfisstofnun til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna. Umhverfisstofnun gerði lítilsháttar breytingar á auglýstri tillögu til að verða við óskum umsækjanda og er nánar fjallað um þær í meðfylgjandi greinargerð.

Starfsleyfið öðlaðist gildi 21. september síðast liðinn og gildir til 21. september 2032.

Tengd Skjöl