Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Yfirferð gagna sem rekstraraðilum ber skylda til að senda Umhverfisstofnun skv. starfsleyfum, eru mikilvægur þáttur í góðu eftirliti. Í öllum starfsleyfum sem gefin eru út af stofnuninni er ákvæði um vöktun og reglulegar mælingar ákveðinna þátta er varða umhverfismengun og skil á niðurstöðum þeirrar til eftirlitsaðila. Annars vegar er um að ræða innri mælingar á losun mengandi efna frá starfseminni og einnig ber stærri mengandi aðilum að standa fyrir vöktun umhverfisþátta í nágrenni starfseminnar.

Eftirlitsteymi sér um eftirlit með mengandi starfsemi.  Í eftirlitsteyminu fer drjúgur hluti vinnunnar einmitt í það að yfirfara þessi gögn og að meta út frá þeim tíðni eftirlits með viðkomandi fyrirtæki. Út frá þessum gögnum ákveðum við m.a. hvort ástæða sé til að fara í aukaeftirlit, fara í fyrirvaralaust eftirlit eða hvort að niðurstöður skoðunar á fyrirtækinu séu þess eðlis að óhætt sé að minnka eftirlit með viðkomandi rekstraraðila. Því er mikilvægt að þau gögn sem skila á skv. starfsleyfi séu vel unnin og að þeim sé skilað innan þeirra tímamarka sem gefið er upp. Góð gagnaskil sýna okkur að hjá fyrirtækinu starfar ábyrgt fólk sem tekur starf sitt alvarlega og setur umhverfið í forgang.