Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Það hefur borið á því að veiðimenn hafi ekki fundið rafræna veiðikortið í tölvupóstinum hjá sér þótt þeir séu búnir að fá kortið afgreitt. Helsta skýringin er að í gmail og á hotmail ratar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun ekki endilega í innhólfið heldur í ruslpóstsmöppuna (e. junkmail) eða jafnvel aðrar möppur, sérstaklega ef viðhengi fylgir eins og á við um rafræna veiðikortið. Þeir sem finna ekki veiðikortið sitt ættu því að leita í þessum möppum.

Athugið einnig að það er alltaf hægt að fara inn á Þjónustugáttina-Mínar síður hér á heimasíðu Umhverfissstofnunar og fá rafræna veiðikortið sent aftur.